Vörður lækkar iðgjöld um 33%

Gnægð nýrra bíla.
Gnægð nýrra bíla.

Tryggingafélagið Vörður hefur ákveðið að lækka iðgjöld allra trygginga einstaklinga og heimila í maímánuði um 33%. Rekja má lækkunina til færri tjónatilkynninga í mánuðinum sökum áhrifa og útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þetta segir Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, í Morgunblaðinu í dag. Mun lækkunin ná til liðlega 55 þúsund viðskiptavina Varðar, en lögð er áhersla á að hún nái til allra einstaklinga í viðskiptum hjá fyrirtækinu.

Að sögn Guðmundar hefur veruleg breyting orðið á tjónamynstri fólks allt frá því að kórónuveiran fór fyrst að gera vart við sig hér á landi. „Fólk er mikið til heima hjá sér og það breytir tjónamynstrinu. Við erum almennt að sjá færri tjón,“ segir Guðmundur

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert