Bólusetning er einasta vonin

Ekki kæmi á óvart að í framtíðinni verði þess óskað …
Ekki kæmi á óvart að í framtíðinni verði þess óskað að fólk sýni fram á mótefni þegar ferðast er milli landa, segir Sveinbjörn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Einasta vonin að útrýma kórónaveirunni er að nægilega stór fjöldi fólks verði með mótefni. Sú náttúrulega vörn fæst eingöngu með bólusetningu eða smiti. Þegar nógu stór hópur er kominn með mótefni á veiran erfiðara með að dreifa sér. Slíkt kallast hjarðónæmi.

Þetta segir Sveinbjörn Gizurarson prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands í Morgublaðinu í dag. „Í þessu máli þurfa þjóðir að setjast niður og skipuleggja málin. Sitthvað er því til í þeim orðum menntamálaráðherra í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum að ósennilegt sé að opnast muni fyrir flæði fólks til og frá landinu fyrr en hægt verður að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni,“ bætir hann við.

Kórónuveikifaraldurinn og COVID-19 er mál málanna og til þeirra þekkir Sveinbjörn vel sem vísindamaður. Hann hefur í tímans rás komið að margvíslegu vísindastarfi og þróun lyfja jafnframt því að þekkja vel til heilbrigðismála almennt. Í lok janúar síðastliðins kallaði Sveinbjörn öryggisnefnd HÍ til, þar sem að kórónafaraldurinn væri að færast allur í aukana í Kína og gæti valdið skaða víða um heim, samanber viðbrögð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Þetta varð til þess að öryggisnefndin boðaði neyðarstjórn skólans saman í byrjun febrúar og setti í gang vinnuhóp til að fara yfir þann hluta neyðaráætluna sem snýr að farsóttum . Hefur því plaggi verið fylgt síðan.

„Mér finnast aðgerðir hér á Íslandi, í ljósi reynslunnar af öðrum faröldrum, hafa verið mjög skynsamar og vel hugsaðar. Það er líka ánægjulegt að sjá hve vel ráðamenn hafa tekið mark á Almannavörnum, sóttvarnarlækni og landlækni sem hafa þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem mikil ábyrgð fylgir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »