Ríkisstjórnin kynnir afléttingu hafta

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í hádeginu þar sem greint verður frá afléttingu hafta sem sett hafa verið vegna kórónuveirunnar. Fram kom á blaðamannafundi í gær að engum höftum verður aflétt fyrir 4. maí.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í morgunþættinum á Rás 1.

Þar kom enn fremur fram að enginn upplýsingafundur verður klukkan tvö eins og verið hefur síðustu vikur.

Á slíkum fundi í gær var Þórólfur spurður hvort ekki væri hægt að aflétta einhverjum þeim takmörkum sem settar hafa verið á líf fólks fyrir 4. maí, þegar samkomubannið endar, vegna fárra smita hér undanfarna daga. Því svaraði sóttvarnalæknir neitandi:

„Nei. Það er ekki hægt held ég. Eins og ég hef marg­rakið áður þá er þetta lang­hlaup, við þurf­um að fara hægt. Ann­ars för­um við bara að fá eitt­hvert bak­slag í þetta. Það væri ekki gam­an að gera það og þurfa að fara að herða á öllu upp á nýtt.“

mbl.is