Aldrei minna um fíkniefni

Dregið hefur úr fíkniefnanotkun fanga.
Dregið hefur úr fíkniefnanotkun fanga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins lítið um fíkniefnanotkun í fangelsunum og nú um stundir, en engar heimsóknir eru í fangelsi landsins og einnig er minna um flutning á varningi inn í fangelsin.

Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Morgunblaðið. Spurður hvort að hægt sé að merkja breytta líðan eða betri hegðun fanga til skorts á fíkniefnum innan veggja fangelsanna segist hann ekki geta fullyrt um það. Hann getur þó ekki annað en hrósað föngum fyrir þeirra frammistöðu síðan heimsóknarbann var sett á í kjölfar þess að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir 6. mars.

„Það eru allir að vinna saman að því verkefni að takmarka streymi þessarar bráðsmitandi veiru inn í fangelsin eins og hægt er. Þannig að hegðunin í fangelsunum hefur almennt verið mjög góð frá því að þetta kom upp og það hafa ekki komið upp alvarleg mál,“ bætir Páll við í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert