Mikil bjartsýni með Bíladaga

Frá götuspyrnunni sem keppt var í á Bíladögum í fyrra. …
Frá götuspyrnunni sem keppt var í á Bíladögum í fyrra. Það er á meðal greina sem verður helst að standa við að halda Íslandsmót í. mbl.is/Þorgeir

Bíladagar á Akureyri verða líklega haldnir í nánast óbreyttri mynd í júní að óbreyttu. 2000 manna fjöldatakmörkun mun ekki koma í veg fyrir að Íslandsmót „sem þarf að standa við að halda“ geti verið haldin, að sögn Einars Gunnlaugssonar, formanns Bílaklúbbs Akureyrar.

Einar segir að aðstandendur hátíðarinnar, sem fer fram um miðjan júní hvert ár og laðar þúsundir manna að, hafi beðið eftir fundinum í gær til að fá skýrari mynd af því hvernig þetta gæti farið fram.

„Ef þetta er niðurstaðan, að það verði 2.000 manna takmark, þá getum við haldið hátíðina. Við urðum bjartsýnni um að geta haft það með nánast óbreyttu sniði eftir fundinn í gær,“ segir hann.

Enn er óvíst um ýmsar útfærslur, svo sem hvaða viðburðir verða haldnir en ljóst er að þeir sem eru alvarlegri keppnir eins og götuspyrna og torfærukeppni geta verið haldnar. Annað kynni að mæta afgangi. Þá á eftir að ákveða hvernig bílasýningin verður útfærð, hvort æskilegra væri ef til vill að hafa það utandyra. Það á eftir að skoða það.

Eistnaflug kannar málin

Þungarokkshátíðin Eistnaflug á Neskaupstað er þá að skoða sín mál, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Arnold Cruz.

Hátíðin er ekki stór í sniðum og ætti að rúmast innan þessara 2.000 manna marka, en Arnold segir það velta alfarið á vilja samfélagsins hvort hátíðin verði haldin. Sömuleiðis eigi eftir að berast nánari upplýsingar um útfærslu þessara fjöldatakmarkana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert