Sækja 16 tonn af lækningabúnaði til Kína

Flugvél Icelandair leggur af stað til Sjanghæ í Kína í …
Flugvél Icelandair leggur af stað til Sjanghæ í Kína í fyrramálið til að sækja 16 tonn af lækningabúnaði. Þetta er í annað sinn sem vél á vegum félagsins sækir lækningabúnað til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Ljósmynd/Aðsend

Flug­vél Icelanda­ir leggur af stað frá Kefla­vík­ur­flug­velli klukk­an 8.40 í fyrramálið til Sjanghæ í Kína í þeim tilgangi að sækja 16 tonn af lækn­inga­búnaði. Þetta staðfest­ir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, í sam­tali við mbl.is.

Þetta er í annað sinn sem vél Icelandair sækir lækningabúnað til Kína en 17 tonn af lækningabúnaði komu hingað til lands á skírdag. Í þeirri sendingu voru maskar, and­lits­hlíf­ar, grím­ur og hlífðargalla. Í fyrstu virtust grímurnar ekki uppfylla kröfur en við nánari athugun kom í ljós að þær eru nothæfar. Ásdís hefur ekki upplýsingar um hvers konar búnaður verður sóttur í þessari ferð. 

Um er að ræða leiguflug á veg­um Icelanda­ir Cargo og Loft­leiða Icelandic í sam­starfi við aðila í heil­brigðis­geir­an­um á Íslandi og DB Schen­ker. Ferðalagið mun taka 11-12 klukkustundir. Ásdís gerir ráð fyrir að stoppað verði í borginni í um fjórar klukkustundir, eingöngu til að hlaða vélina áður en lagt verður af stað aftur til Íslands. 

Tólf manna áhöfn verður í flug­inu: sex flug­menn, fjórir hlaðmenn og tveir flug­virkj­ar. Vélin er væntanleg aftur til Keflavíkur um hádegi á föstudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert