Lögregla og sérsveit með viðbúnað í Vesturbænum

Jóhann Karl segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um …
Jóhann Karl segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna máls sem kom upp í Vesturbænum nú síðdegis.

Vegfarendur gætu hafa orðið varir við sérsveitarbíla við Hringbraut skammt frá Háskóla Íslands, en að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er verið að leita að mönnum af erlendu bergi brotnu í tengslum við málið.

Bifreið var stöðvuð við Hringbraut upp úr klukkan sjö í kvöld, en talið var að mennirnir væru í umræddri bifreið. Þar reyndust hins vegar vera Íslendingar á ferð, en verið er að kanna hvort þeir tengist hugsanlega málinu eða þekki þá sem leitað er að.

Jóhann Karl segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert