Segir kraftaverk að drengirnir séu á lífi

Þrír piltar voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju …
Þrír piltar voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sautján ára drengur sem var í bíl sem fór í sjóinn við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði er kominn heim til sín af sjúkrahúsi.

Móðir drengsins segir kraftaverk að hann og hinir tveir drengirnir sem voru í bílnum hafi komist lífs af, að því er RÚV greindi frá.

Drengurinn útskrifaðist af Barnaspítala Hringsins í lok febrúar og fór þaðan í endurhæfingu á Grensásdeild. Fyrir páska fékk hann svo að fara heim en verður áfram í endurhæfingu á dagdeild Grensáss.

„Þetta er stór áfangi og alveg dásamlegt. Það er hreinlega kraftaverki líkast að þetta hafi farið svona vel,“ segir Sif Jóhannesdóttir, móðir Helga Vals Ingólfssonar, við RÚV.

Á morgun verða liðnir þrír mánuðir síðan slysið varð. Einn drengjanna komst upp úr sjónum upp á eigin spýtur en kafarar björguðu hinum tveimur. Alls liðu þrjátíu mínútur frá því að bíllinn lenti í sjónum og þangað til drengirnir komust á þurrt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert