Fyrrverandi sveitarstjóri vill 60 milljónir

Fyrrverandi svetiarstjóri Borgarbyggðar krefur sveitarfélagið um 60 milljónir króna.
Fyrrverandi svetiarstjóri Borgarbyggðar krefur sveitarfélagið um 60 milljónir króna. mbl.is

Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krefur það um 60 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef RÚV. 

Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðnum. Hann var kallaður til á fund og nokkrum klukkutímum seinna var honum gert að yfirgefa ráðhúsið. 

Í byrjun mánaðar var stefna lögð fram í Héraðsdómi Vesturlands. Samkvæmt RÚV kemur fram í henni að Byggðarráð Borgarbyggðar telji ýtrustu kröfur Gunnlaugs umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telji réttmætar. 

Í samtali við Morgunblaðið í janúar kvaðst Gunn­laug­ur eiga inni einn og hálf­an mánuð í óteknu or­lofi, að minnsta kosti. Hann hef­ur kraf­ist þess að fá það upp­gert ásamt hækk­un launa samkvæmt launaviðmiðun í ráðning­ar­samn­ingi. Jafn­framt hef­ur hann kraf­ist bóta vegna þess hvernig staðið var að upp­sögn­inni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert