Jarðskjálfti 4,5 að stærð

Sigketill í Bárðarbungu.
Sigketill í Bárðarbungu. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti 4,5 að stærð varð klukkan 03:54 í nótt í norðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni og fylgdu eftirskjálftar. Enginn gosórói er sjáanlegur samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Síðast varð skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Bárðarbungu 5. janúar 2020.

Þó nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið undanfarið á Reykjanesskaga í tengslum við landris á svæðinu. Talið er að líklegasta skýringin á landrisinu sé kvikuinnskot sem myndast í jarðskorpunni. Vísbendingar eru um þrjú kvikuinnskot á Reykjanesskaga, tvö undir svæðinu NV við fjallið Þorbjörn (3-4 km dýpi) og eitt undir Sýrfelli (8-13 km dýpi), vestar á Reykjanesskaga. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert