Óþrifaleg aðkoma í Knarrarvogi

Starfsmenn Endurvinnslunnar hvetja fólk til að ganga betur frá sorpi
Starfsmenn Endurvinnslunnar hvetja fólk til að ganga betur frá sorpi Ljósmynd/Aðsend

Heldur var aðkoman óþrifaleg fyrir utan bækistöðvar Endurvinnslunnar í Knarrarvogi fyrir helgi. Pappakassar, plastpokar og fleira drasl lá þar eins og hráviði, þeim sem skildi það eftir til lítils sóma.

Að þessu er mikil óprýði, auk þess sem rusl eins og þetta fer allt af stað um leið og fer að blása. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðkoman er með þessum hætti og vilja starfsmenn Endurvinnslunnar hvetja fólk til að ganga betur frá sorpi og koma því á réttan stað, í stað þess að treysta á að einhver annar þrífi eftir þá ruslið.

Þarna eru grenndargámar Reykjavíkurborgar, sem eru hugsaðir fyrir pappír, plast og gler sem kemst inn um lúguna. Annað á að fara í pressugáma á stöðvum Sorpu, en reglur um meðhöndlun sorps má kynna sér á sorpa.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert