Tveir með réttarstöðu sakbornings

39 manns voru í ferðinni sem endaði með því að …
39 manns voru í ferðinni sem endaði með því að björgunarsveitin sótti fólkið. Ljósmynd/Katia Kuwabara

Tveir starfsmenn fyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á vélsleðaferð fyrirtækisins á Langjökul í janúar. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Annar er starfsmaður og hinn er rekstraraðili fyrirtækisins, að því er fram kemur í máli Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á Suðurlandi, í fréttinni. Rannsókn málsins er að ljúka og verður jafnframt sent bráðlega ákærusviði, segir hann ennfremur. 

39 ferðalang­ar voru í vélsleðaferðinni sem endaði með því að björgunarsveitir þurftu að sækja fólkið við illan leik.

Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is