Boða verulega hækkun

Bíll í skoðun á verkstæði.
Bíll í skoðun á verkstæði. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vanrækslugjald vegna ökutækja sem ekki eru skoðuð á réttum tíma mun hækka verulega taki reglugerðardrög, sem nýlega voru kynnt, gildi óbreytt.

Reglugerðin var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og barst m.a. athugasemd frá embætti sýslumannsins á Vestfjörðum en það hefur annast álagningu og innheimtu vanrækslugjaldsins frá því að álagning þess hófst árið 2009.

Fram kemur í umsögninni að á hverju ári séu 35-40 þúsund álagningar vanrækslugjalds og tekjur af því 300-400 milljónir. Þá bendir embættið á að í reglugerðardrögunum sé gert ráð fyrir að grunngjald vanrækslugjalds hækki úr 15 þúsund krónum í 20 þúsund á öll ökutæki en í 40 þúsund á hóp- og vörubifreiðar.

Þá er það nýmæli í reglugerðardrögunum að sé vanrækslugjald ekki greitt við skoðun innan tveggja mánaða frá því að það var lagt á skuli það hækka um 100%. Þannig muni almenna gjaldið hækka í 40 þúsund krónur og með skoðunargjaldi kosti þá skoðunin samtals yfir 50 þúsund krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »