Félagsmenn Eflingar greiða atkvæði um verkfall

Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í febrúar.
Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í febrúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efling hefur boðað til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun gagnvart Hveragerðisbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Ölfusi. Atkvæðagreiðslan er rafræn og hefst á morgun, miðvikudag, klukkan 13 og lýkur klukkan 16 mánudaginn 27. apríl, að því er fram kemur á heimasíðu Eflingar

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar gagn­vart Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) frestaði verk­fallsaðgerðum frá 25. mars sökum útbreiðslu kórónuveirunnar en boðaði beitt­ari aðgerðir að lok­num veirufar­aldri. Verkfallsaðgerðir höfðu þá staðið frá 9. mars og höfðu einna mest áhrif í Kópavogi. 

Verkfallið tekur til um 300 félagsmanna Eflingar sem vinna hjá ofangreindum sveitarfélögum skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar  sem rann út þann 31. mars 2019. Verkfallið tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru samkvæmt þeim samningi.

Vinnustöðvunin er  ótímabundin og hefst þriðjudaginn 5. maí 2020 klukkan tólf á hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert