Sauðburður að komast í gang

Sauðburður á bænum Fagradal við Vík í Mýrdal, þar sem …
Sauðburður á bænum Fagradal við Vík í Mýrdal, þar sem Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins, býr. mbl.isþ/Jónas Erlendsson

Vorboðarnir láta á sér kræla um allt land. Lóan er komin, sem og krían og þá er sauðburður farinn af stað, einkum sunnanlands.

Meðfylgjandi mynd er tekin á bænum Fagradal við Vík í Mýrdal, þar sem Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins, býr. Hér til hliðar er Gyða með lambhrútana sína tvo, sem komu í heiminn í gær.

Jónas segir fyrsta lambið í Fagradal hafa komið fyrir um þremur vikum en nú sé sauðburðurinn að fara á fullt. Það sé líka mikil breyting á tíðarfarinu og tún farin að grænka. „Loksins er komið vor eftir leiðinlegan vetur,“ sagði Jónas en sauðburður er líklega eitt af því fáa sem Mýrdælingar geta glaðst yfir, nú þegar atvinnuleysi eykst stórlega vegna kórónuveirufaraldursins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert