Ekkert nýtt smit á veirufræðideild

Karl segir það ekki koma á óvart að það komi …
Karl segir það ekki koma á óvart að það komi dagar þar sem ekkert smit greinist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert kórónuveirusmit greindist á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans síðastliðinn sólarhring. Þetta staðfestir Karl G. Kristinsson yfirlæknir í samtali við mbl.is, en fyrst var greint frá í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Nýjar tölur frá sýnatökum sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar verða gefnar út kl. 13, en Karli var ekki kunnugt hvort smit hefði greinst hjá ÍE síðasta sólarhring.

Karl segir það ekki koma á óvart að það komi dagar þar sem ekkert smit greinist, en að ólíklegt sé að ekki komi upp fleiri smit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert