Greind smit á Íslandi í gær: 0

Ekkert nýtt smit greindist á Íslandi í gær, hvorki hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans né hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kemur fram í tölum á covid.is sem birtust núna rétt fyrir klukkan 1 í dag.

Samtals voru 193 sýni tekin, þar af 178 á sýkla- og veirufræðideildinni.

Fjöldi virkra smita heldur áfram að lækka og eru þau nú 237 talsins. Samtals hafa 1.542 einstaklingar náð bata.

Karl G. Krist­ins­son yf­ir­lækn­ir á deildinni sagði í sam­tali við mbl.is rétt eftir hádegi að þetta komi ekki á óvart, en að ólík­legt sé að ekki komi upp fleiri smit.mbl.is