Útsýnið sem setti netið á hliðina

Myndin hennar Lindu af Esjunni fer eins og eldur í …
Myndin hennar Lindu af Esjunni fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina en 121.000 manns hafa lækað hana. Eina sem Linda skrifaði við myndina var: From my kitchen window, Reykjavík, Iceland. Linda segir fjölmarga hafa sagst ætla að koma til Íslands þegar heimsbyggðin megi ferðast á ný og grínast hún með að bjarga efnahag landsins. Ljósmynd/Linda Sif Þorláksdóttir

Íslensk ljósmynd í facebookhópnum View from my window er komin með 121 þúsund læk og 8.300 ummæli og yfir þúsund deilingar, hvorki meira né minna, og ekki er annað að sjá en myndin sé vinsælasta mynd hópsins. Eigandi myndarinnar er Linda Sif Þorláksdóttir, leiklistarkennari í Hörðuvallaskóla, en hún póstaði myndinni hinn 15. apríl. Hún átti engan veginn von á því að útsýnið hennar myndi vekja svona mikla lukku úti í hinum stóra heimi.

Er að sprengja netið

Linda segist hafa frétt af þessum hópi í gegnum vinkonu sína og ákveðið að gerast meðlimur.
„Mér fannst þetta skemmtilegt konsept, að geta skoðað útsýni fólks um víða veröld nú á þessum tímum. Í algjöru bríaríi fann ég eina mynd af útsýninu mínu og henti henni inn,“ segir Linda.

Linda Sif átti ekki von á því að mynd hennar …
Linda Sif átti ekki von á því að mynd hennar af Esjunni myndi vekja heimsathygli. Ljósmynd/Aðsend

Viðbrögðin áttu heldur betur eftir að koma á óvart.

„Ég var svo ekkert að spá í þetta meira en daginn eftir fæ ég skilaboð frá þessari vinkonu þar sem hún segir mér að ég sé að sprengja netið. Ég spurði hana bara hvað hún væri að tala um. Hún spurði hvort ég væri ekki búin að sjá lækin sem komin voru á myndina mína en ég hafði þá ekkert farið aftur á síðuna.

Moskva á sína fulltrúa í hópnum en þessa fallegu mynd …
Moskva á sína fulltrúa í hópnum en þessa fallegu mynd birti Margarita Zobnina. Myndin hefur fengið 31.000 læk og 2.600 ummæli. Ljósmynd/Margarita Zobnina

Ég var auðvitað yfir mig hissa, bæði á fjölda læka og svo á öllum ummælunum. Það sögðust margir ætla að koma til Íslands þegar þetta covid-ástand væri búið. Fólk var algjörlega agndofa yfir myndinni, sem er dálítið fyndið fyrir okkur Íslendinga því við erum svo vön þessu útsýni; þetta er bara Esjan okkar sem við sjáum alltaf.

Við verðum frekar agndofa yfir myndum frá Maldíveyjum eða slíkum framandi stöðum. En mjög mörgum finnst þetta geggjað – og þetta er bara útsýnið út um eldhúsgluggann minn í Heiðargerðinu!“ segir Linda og skellihlær.

Mynd þessa tók Soile Seoudi í Finnlandi af útsýninu út …
Mynd þessa tók Soile Seoudi í Finnlandi af útsýninu út um glugga föður síns. Hann er eldri maður í einangrun og horfir á hreindýrin út um gluggann sinn. Soile bað fólk að senda honum kveðju til að stytta honum stundir. Ekki stóð á viðbrögðum en myndin fékk 80.000 læk og 26.000 skilaboð víða að úr heiminum. Ljósmynd/Soile Seoudi

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er ítarlegra viðtal við Lindu og nánar fjallað um facebookhópinn View from my window. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert