Færðu Arnarskóla 1 milljón króna í styrk

Blár apríl, styrktarfélag barna með einhverfu, færði í hádeginu Arnarskóla eina milljón króna í styrk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra voru viðstödd afhendinguna.

Skólinn veitir heildstæða skólaþjónustu fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólastigi og mun styrkurinn koma að góðum notum til framkvæmdar á skólalóð þeirra.

Blár apríl. 

mbl.is