Opna á endurfjármögnun

Þotur Icelandair eru aðallega límdar við jörðina um þessar mundir.
Þotur Icelandair eru aðallega límdar við jörðina um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimildarmenn innan þeirra sjóða sem mest eiga í Icelandair Group segjast opnir fyrir því að leggja flugfélaginu til nýtt hlutafé. Gert er ráð fyrir að fyrstu tillögur um slíkan björgunarpakka verði kynntar undir lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu.

Þá verði sömuleiðis boðað til hluthafafundar sem haldinn verði um miðjan maímánuð.

Sömu heimildarmenn telja að félagið muni kalla eftir tugum milljarða í formi nýs hlutafjár. Eins og greint hefur verið frá er talið líklegt að aðkoma fjárfestanna að innspýtingu í félagið sé m.a. bundin skilyrðum um að breytingar verði gerðar á kjarasamningum helstu starfsstétta flugfélagsins.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Icelandair muni í dag eða á morgun tilkynna um fjölmennustu einstöku uppsögn í sögu íslensks vinnumarkaðar. Í kjölfar hennar muni aðeins fáir tugir flugmanna og flugfreyja starfa á vettvangi félagsins, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni Icelandair í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »