Endurbyggja á Stangarskálann

Glært plastþak verður sett á burðarvirkið yfir bænum á Stöng …
Glært plastþak verður sett á burðarvirkið yfir bænum á Stöng og utan við hann verða settir upp útsýnispallar þar sem fólk horfir yfir rústirnar.

Til stendur í sumar að bæta og breyta byggingu sem er yfir bæjarrústunum á Stöng í Þjórsárdal. Bærinn þar er talinn hafa farið undir ösku í Heklugosi árið 1104 en var grafinn upp af fornleifafræðingum árið 1939.

Skáli yfir rústirnar var reistur sumarið 1957; lágreist bygging með bárujárnsþaki og timburveggjum sem nú eru farnir að láta verulega á sjá. Burðarvirkið sjálft þarf svo að endurnýja að hluta.

„Markmiðið er að vernda minjarnar á Stöng betur gegn veðri og vindum og stuðla að því að fólk geti skoðað þetta frá fleiri vinklum en verið hefur. Þá stendur til að gera ýmsar endurbætur í nágrenninu, svo sem á göngustígum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Framkvæmdir sumarsins verða að setja glært báruplast á burðarvirkið. Jafnframt á að lengja skálann um þrjá metra til austurs, meðal annars til að koma í veg fyrir að vatn flæði þar inn og valdi skemmdum. Þar verður hægt að ganga inn í skálann á útsýnispalli og horfa yfir rústirnar. Mun sólarljóss þar njóta í gegnum glæra þakklæðninguna. Lokað verður hins vegar fyrir aðgang inn í rústirnar sjálfar til að forða þeim frá átroðningi og skemmdum, sem nokkuð hefur borið á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »