Langstærsta hópuppsögnin

Sáralítil verkefni eru fyrir flugflota Icelandair þessa mánuðina. Félagið á …
Sáralítil verkefni eru fyrir flugflota Icelandair þessa mánuðina. Félagið á tugi þotna og stóð hluti þeirra á þessu svæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Ljósmynd/Emil Georgsson

Hópuppsögnin hjá Icelandair er líklega sú stærsta í sögu landsins, að sögn Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Um tvö þúsund manns misstu vinnuna hjá flugfélaginu í gær. Sá fjöldi jafnast á við fjölda uppsagna í mannvirkjagerð haustið 2008 en þá hrundi eftirspurn í íslenskum byggingariðnaði eftir mikil vaxtarár.

Á það má benda að Icelandair er ekki láglaunafyrirtæki og mun niðurskurðurinn án efa hafa mikil áhrif á innkomu fjölda heimila. Það hefur aftur óbein efnahagsáhrif, segir í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun náðu alls 11 hópuppsagnir til fleiri en 100 starfsmanna á Íslandi árin 2009-2019. Alls var þá sagt upp um 1.660 starfsmönnum. Uppsögnin hjá Icelandair nær ein og sér til töluvert fleiri starfsmanna.

Þá má nefna til samanburðar að samtals um 640 manns var sagt upp hjá Landsbankanum, Kaupþingi og Glitni árið 2008. Þrefalt fleiri var sagt upp hjá Icelandair í gær.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir uppsagnirnar „rosalegt högg“. Við fyrstu sýn megi áætla að nokkur hundruð af þessum tvö þúsund starfsmönnum búi í Reykjanesbæ. Hann bindi vonir við að góður hluti þeirra muni fái vinnu aftur á næstu mánuðum, þegar alþjóðaflugið byrjar smám saman að aukast á ný. Höggið á bæjarsjóð komi þegar uppsagnarfresti og rétti til atvinnuleysisbóta lýkur. 6

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert