Auka þjónustu vegna veirunnar

Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta-samtakanna.
Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta-samtakanna.

„Það er vitað að eftir hamfarir og áföll þá gerist eitthvað í kjölfarið. Við erum að búa okkur undir það að geta tekið á móti öllum sem þurfa á okkur að halda,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna.

Tvö ár eru liðin síðan Píeta samtökin hófu starfsemi sína en þau sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Kristín segir í Morgunblaðinu í dag, að augljóst sé að andlegt ástand þjóðarinnar hafi liðið fyrir þær aðstæður sem skapast hafi af völdum kórónuveirufaraldursins.

„Við fundum fyrir því fyrstu tvær vikurnar í faraldrinum að þá voru allir hræddir og þá var ekki mikið að gera hjá okkur. En svo hefur þetta verið að aukast mjög þétt hjá okkur. Við vorum með símann opinn allan sólarhringinn um páskahelgina og fundum þá augljósa þörf fyrir aukna þjónustu.“

Hún segir að það sé eðli sjálfsvígshugsana að þær fari ekki manngreinarálit, þó vissir áhættuþættir séu þekktir, og því leiti fjölbreyttur hópur fólks til samtakanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert