Olían er geymd í Hvalfirði

Fyrir nokkrum dögum kom til Hvalfjarðar olíuskipið FSL Singapore með …
Fyrir nokkrum dögum kom til Hvalfjarðar olíuskipið FSL Singapore með fullfermi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvenjulegt ástand hefur verið á olíumörkuðum heimsins að undanförnu vegna COVID-19 faraldursins. Dregið hefur stórlega úr eftirspurn eftir olíu, verð hefur fallið og olíubirgðir safnast fyrir. Skyndilega varð mikil eftirspurn eftir geymslurými fyrir olíu um allan heim.

Á einum tímapunkti í síðasta mánuði kom upp sú óvenjulega staða að olíuframleiðendur borguðu með olíunni, þ.e. borguðu eigendum geymslurýma fyrir að taka við olíunni til geymslu.

Þetta ástand hefur náð til Íslands því stór olíuflutningaskip hafa lagt leið sína í Hvalfjörðinn. Þau koma með olíu sem geymd verður í olíubirgðatönkunum þar. Olíudreifing ehf. rekur þar stöð en leigir hana erlendum aðila. Hann nýtir að sjálfsögðu stöðina í því árferði sem nú ríkir og alls staðar vantar geymslurými, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »