Halda úti bílaflotanum í sumar

Kúkú Campers.
Kúkú Campers.

Hlynur Elfar Þrastarson, framkvæmdastjóri svefnbílaleigunnar Kuku Campers, segir að lítil sem engin starfsemi sé hjá fyrirtækinu um þessar mundir.

Þó muni það halda úti starfsemi í sumar og halda þeim svefnbílum sem fyrirtækið hefur til umráða, en þeir eru tæplega 400 talsins. „Við ætlum bara að standa þetta af okkur, taka einn dag í einu og vona það besta,“ segir Hlynur.

Aðgerðir stjórnvalda hafa mælst vel fyrir hjá fyrirtækinu í því slæma árferði sem blasir við ferðaþjónustunni. „Aðgerðir stjórnvalda hafa gefið fyrirtækjum von um að hægt sé að fara í gegnum skaflinn. Sá styrkur sem ríkisstjórnin veitir og það að lánafyrirtækin séu að fresta greiðslum af lánum hjálpar okkur,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Treyst er á að landsmenn ferðist innanlands í sumar.
Treyst er á að landsmenn ferðist innanlands í sumar. Ljósmynd/Kuku Campers
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »