Olíumengun drepur fugla

Fuglshræin voru í Stafnesi á Heimaey í Vestmannaeyjum.
Fuglshræin voru í Stafnesi á Heimaey í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Náttúrustofa Suðurlands

Náttúrustofa Suðurlands gerði út leiðangur í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær vegna ábendingar um mörg fuglshræ. Þar fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum en einnig af langvíu og álku. Af þeim voru 14 fuglar olíublautir, líklega mengaðir af svartolíu.

Svartolíublautir fuglar hafa fundist víðar á strönd Heimaeyjar og eins við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir að sýni af olíunni verði send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr svartolíublautum fugli sem fannst í Reynisfjöru var greint og var það svartolía eins og er seld hér. Erpur segir enga nota slíka olíu nú nema farmskip.

Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að svartolían kunni að koma úr sokknu flaki austan við Eyjar og berist með straumum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast halda sig gjarnan við ströndina, eins og æðarfuglinn.

„Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert