Áfram í gæsluvarðhaldi

Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar við Hvalfjarðargöng í lok …
Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórir karlmenn, sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar við Hvalfjarðargöng í lok febrúar, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. maí.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum á grundvelli almannahagsmuna í þágu rannsóknar hennar á fíkniefnamáli, en lagt hefur verið hald á talsvart magn fíkniefna í tengslum við málið.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni miðar rannsókn málsins vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert