Skiptar skoðanir um nýtt merki Samfylkingarinnar

Þeir Elliði og Sigmundur virðast tengja merkið við mismunandi hluti.
Þeir Elliði og Sigmundur virðast tengja merkið við mismunandi hluti.

Skiptar skoðanir eru um nýtt merki Samfylkingarinnar sem kynnt var í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, óskar stjórnmálaflokknum til hamingju með tuttugu ára afmæli sitt í færslu á Facebook. Segist hann vona að nýtt merki bendi til stefnubreytingar og birtir um leið merki Byggðastofnunar.

Myndmál nasista

Segja má að Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, taki í annan streng þegar hann líkir merkinu við myndmál nasista.

Bendir hann á, á facebooksíðu sinni, að um sé að ræða rauðan hring á hvítum fleti og spyr um leið hvort stjórnmálaflokknum hafi einhvern tíma dottið í hug að gúgla hvers konar samtök noti helst slíkt myndmál.

Samfylkingin eigi ekkert skylt við þau samtök og því sé honum spurn af hverju notast sé við þetta myndmál.

Sveigjanlegt og klassískt í senn

Á vef Samfylkingarinnar segir hins vegar að mark­miðið með breyt­ing­unni sé að færa mynd­rænt efni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar inn í nú­tím­ann með merki sem sé í senn sveigj­an­legt og klass­ískt.

Merkið er sagt vísa í rauða hring­inn eða kúl­una sem flest­ir tengi við flokk­inn, en rák­irn­ar tákni gagn­sæi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert