Verkfall Eflingar hefst á hádegi í dag

Verkfall Eflingar hefst á hádegi, að óbreyttu.
Verkfall Eflingar hefst á hádegi, að óbreyttu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ótímabundið verkfall 260-270 félagsmanna Eflingar, sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi, hefst kl. 12.00 í dag.

Samningafundi Eflingar og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær, lauk án árangurs.

Verkfallið nær m.a. til ræstingafólks í fjórum af 21 leikskóla í Kópavogi og fjórum af níu grunnskólum bæjarins. Vegna hertra krafna um þrif í kórónuveirufaraldrinum er ljóst að þessum átta skólahúsum verður lokað strax á morgun, verði ekki samið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »