Hjólað í vinnuna sett í morgun

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á hjólunum. Ljósmynd/Aðsend

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ræsti Hjólað í vinnuna með hátíðlegum hætti í morgun. Setningarhátíðin var einungis opin boðsgestum og á dagskrá voru hvatningarávörp ásamt uppistandi.

Að loknum ávörpum og uppistandi Jóhanns Alfreðs hjóluðu gestir af stað og settu átakið með formlegum hætti.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Ljósmynd/Aðsend

Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna er núna haldið í átjánda sinn. Það stendur yfir í þrjár vikur, eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. 

Lilja Alfreðsdóttir og Lárus L. Blöndal.
Lilja Alfreðsdóttir og Lárus L. Blöndal. Ljósmynd/Aðsend

„Við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og sinna sinni daglegu hreyfingu. Það er mjög mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að standa vörð um starfsandann á þessum fordæmalausu tímum. Verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman,“ segir í tilkynningu.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert