„Mætum brött og lausnamiðuð til leiks“

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við fórum heim með verkefni sem við áttum að vinna fyrir fundinn og mætum brött og lausnamiðuð til leiks,“ segir Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður fé­lags hjúkr­un­ar­fræðinga. Samn­inga­nefnd­ir Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga og rík­is­ins munu funda klukkan tíu. Um er að ræða annan fund­inn eft­ir að hjúkr­un­ar­fræðing­ar höfnuðu ný­gerðum kjara­samn­ingi við ríkið.

Hjúkrunarfræðingar felldu í lok apríl kjarasamninga sem gerður hafði verið milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Nokkuð mjótt var á mun­um, því 45,98% samþykktu samn­ing­inn en 53,02% höfnuðu hon­um.

Samninganefndirnar funduðu fyrir sex dögum og Guðbjörg segir að síðan þá hafi Félag hjúkrunarfræðinga rætt við trúnaðarmenn um allt land, auk heimaverkefnisins, og komi með upplýsingar frá þeim á fundinn. 

Samn­ing­ar hjúkr­un­ar­fræðinga við ríkið hafa verið laus­ir frá því í mars á síðasta ári, en kjara­deil­unni var vísað til rík­is­sátta­semj­ara 21. fe­brú­ar í ár. Guðbjörg vonast til þess að það taki stuttan tíma að landa samningi.

„Við höfum rætt fullt af atriðum í heilt ár og þó ekkert sé í hendi eru allir sammála um að einhenda sér í verkefnið og vinna það fljótt og vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert