Brýnt að opna landið á ný

Þegar veiran var farin að breiðast um heiminn mátti sjá …
Þegar veiran var farin að breiðast um heiminn mátti sjá ferðamenn með grímur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir þjóðina hafa mikla hagsmuni af því að opna landamæri landsins á ný. Það sama gildi um Ísland og önnur lönd að efnahagslífið muni ekki ná fyrri styrk nema landamærin verði opnuð að nýju. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi.

„Markmiðið er skýrt. Við munum ekki ná fullum bata í efnahagslífinu, hvorki við Íslendingar né aðrir, nema landamæri verði opnuð á ný. Til þess að geta opnað á einhverjar ferðir þarf að viðhafa allra handa varúðarráðstafanir sem við erum að skoða og auðvitað aðrir líka. Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum, sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni, sé vilji til tvíhliða samskipta.“

Árangurinn hefur farið víða

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunbæaðinu í dag segir Guðlaugur Þór það hafa spurst út hversu vel Íslendingum hafi gengið í baráttunni gegn kórónuveirunni. Sú góða staða skapi tækifæri í ferðaþjónustu. Rætt sé um ýmsar leiðir til að útfæra ferðalög við núverandi aðstæður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert