Reglur fyrir erlend tökulið til skoðunar

Þættirnir Game of Thrones voru teknir upp að hluta á …
Þættirnir Game of Thrones voru teknir upp að hluta á Íslandi og vöktu áhuga á landi og þjóð.

Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir hugmyndir að viðmiðunarreglum fyrir erlend tökulið kvikmynda og sjónvarpsþátta nú til skoðunar hjá landlæknisembættinu vegna kórónuveirufaraldursins.

Erlendir kvikmyndaframleiðendur séu í auknum mæli að leita að öruggum löndum fyrir tökur á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og Ísland sé þar ofarlega á blaði.

„Þetta er líklega sá hópur sem auðveldast er að fá inn í landið í dag,“ segir Einar í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag. Tökulið geti flogið beint hingað með leiguflugi, farið strax á hótel og þaðan á tökustað. Einar fékk stjórn Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda til liðs við sig við gerð viðmiðunarreglna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert