Tíu skammtar af remdesivír til reiðu

Tíu skammtar af lyfinu remdesivír eru komnir til landsins og …
Tíu skammtar af lyfinu remdesivír eru komnir til landsins og dugir hver þeirra fyrir tíu daga meðferð á sjúklingi sem er illa haldinn af Covid-19. Það hefur ekki verið notað á Íslandi og verður líklega ekki notað nema sjúklingur sé kominn á öndunarvél. Ljósmynd/Landspítalinn

Tíu skammtar af lyfinu remdesivír eru komnir til landsins og dugir hver þeirra fyrir tíu daga meðferð á sjúklingi sem er illa haldinn af Covid-19. Rannsóknir á lyfinu hafa hingað til gefið tilefni til bjartsýni um virkni þess.

Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann bendir þó á að notkun þess verður takmörkuð enda rannsóknir ekki á langt veg komnar, og að það verði aðeins notað á sjúklinga sem komnir eru í öndunarvél. Lyfinu er þá sprautað í æð.

Lyfið hefur enn ekki verið notað á Íslandi en erlendis hefur það sums staðar stytt sjúkdómstímann um 30%, sem samsvarar styttingu úr 15 dögum í 11.

„Enn hefur enginn verið settur á þetta lyf en það kom bara til landsins nú 6. maí,“ segir Már. „Við eigum þetta þá hér í handraðanum þegar og ef einhver verður hér mjög veikur af Covid-19 aftur,“ segir hann. Þá geti komið til greina að nota lyfið.

Remdesi­v­ir er veiru­lyf sem þróað var og prófað sem meðferð við ebóla-veiru. Og er það lyf sem hvað flest­ar til­raun­ir hafa verið gerðar með í tengsl­um við kór­ónu­veiruna. Remdesvir er jafn­framt fyrsta lyfið sem virðist gagn­ast að ráði við meðferð sjúk­linga sem glíma við COVID-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert