88% ætla að ferðast innanlands í sumar

88% landsmanna hyggja á ferðalög innanlands í sumar og flestir …
88% landsmanna hyggja á ferðalög innanlands í sumar og flestir segjast munu gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl.

88% landsmanna telja líklegt að þeir ferðist innanlands í sumar og 63% hyggjast ferðast meira innanlands en síðasta sumar. Flestir ætla að vera á ferðinni í júlí. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun um ferðaáform Íslendinga í sumar sem Hvíta húsið og EMC rannsóknir framkvæmdu. Könnunin var gerð 30. apríl til 7. maí  og var fjöldi svarenda 758. Landsmenn hafa verið hvattir til að ferðast innanlands í sumar sökum heimsfaraldurs kórónuveiru sem hefur sett strik í reikninginn fyrir ferðalög erlendis. 

Hver ein­asti ein­stak­ling­ur eldri en átján ára með ís­lenska kenni­tölu fær af­hent gjafa­bréf fyrstu vik­una í júní sem nem­ur rúm­um 5.000 ís­lensk­um krón­um. Niðurstöður könnunarinnar benda til að umtalsverður ferðavilji sé til staðar hjá Íslendingum, og að ýmis áhugaverð tækifæri séu í stöðunni fyrir ferðaþjónustuaðila víða um land.

Hver og einn reiknar með að vera á ferðinni í rétt rúma 12 daga og flestir segjast munu gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl, eða 59% en 44% í sumarbústað. Þá segjast 40% ætla að nýta sér hótel eða gistiheimili eða orlofshús stéttarfélags. 

Þau sem eru líklegri til að velja hótel eða gistiheimili búa á höfuðborgarsvæðinu, eru eldri en 45 ára og í hærri tekjuhópum. Þau sem búa á landsbyggðinni og fólk sem telur fleiri en þrjú í heimili eru líklegri til að segjast ætla að gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert