Hiti fyrir pottum í ástandinu

„Ég hugsa að söluaukningin miðað við sama tíma í fyrra sé nú örugglega 50-60 prósent,“ segir Óskar Hafnfjörð Auðunsson, fjármálastjóri hjá Trefjum. Lokun sundlauga og landamæra hefur haft þau áhrif að fólk fjárfestir í nærumhverfinu í auknum mæli og stefnir í metár í sölu á heitum pottum.

Í myndskeiðinu er rætt við Óskar um söluna hjá Trefjum en fyrirtækið framleiðir sína potta í smiðju sinni í Hafnarfirði. Eins og annað eru tískusveiflur sem hafa áhrif á hvernig potta fólk kýs að kaupa og undanfarið hafa stærri gerðir af pottum verið seldar í auknum mæli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert