Auglýsingastofan rannsökuð af fjármálaeftirliti

Alþjóðlega auglýsingastofan M&C Saatchi, sem hlaut hæstu einkunn valnefndar af innsendum tilboðum fyrir markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“, viðurkenndi bókhaldsmisferli í lok síðasta árs og hefur breska fjármálaeftirlitið hafið rannsókn á fyrirtækinu.

Um er að ræða 11,6 milljóna punda skekkju í bókhaldi fyrirtækisins, eða sem nemur um tveimur milljörðum króna. Í bókhaldi fyrirtækisins hefur kostnaður við verkefni verið vanmetinn, eignir ranglega skráðar og verðmæti annarra eigna ofmetið. Stjórnendur fyrirtækisins hafa viðurkennt að rangfærslur í bókhaldinu gætu náð um fimm ár aftur í tímann.

Maurice Saatchi, einn stofnenda M&C Saatchi, og þrír aðrir stjórnendur innan fyrirtækisins sögðu störfum sínum lausum eftir að upp komst um málið á síðasta ári. Í kjölfarið féll gengi hlutabréfa í stofunni um 45%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert