Bíllinn merktur ESB

Fánarnir eru tveir en annan þeirra má sjá hér ofarlega …
Fánarnir eru tveir en annan þeirra má sjá hér ofarlega á hurð bílsins. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir fánar Evrópusambandsins prýða nýja landamærabifreið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem dómsmálaráðherra afhenti embættinu í lok síðustu viku.

Er ástæðan sú að Evrópusambandið stendur straum af 75% kostnaðarins við bílinn í gegnum innri öryggissjóði sem eru hluti af fjárhagsramma Evrópusambandsins. Dómsmálaráðuneytið greiðir 25%.

Tveir fánar eru á bílnum og er þetta eini lögreglubíllinn á landinu sem ESB-fánar prýða, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Við fáum 75% af kostnaði bílsins frá ESB og það þýðir að við þurfum að merkja hann með fánum Evrópusambandsins,“ segir Jóhann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »