Reglurnar sem gilda á hjóla- og göngustígum

Hjólandi ber skylda að víkja fyrir gangandi umferð á stígum …
Hjólandi ber skylda að víkja fyrir gangandi umferð á stígum borgarinnar og á göngustígum ber þeim að vera á forsendum gangandi og ekki yfir meðalhraða gangandi vegfarenda. mbl.is/Golli

Á blönduðum stígum ber hjólandi umferð skylda til að víkja fyrir gangandi umferð og á göngustígum ber hjólandi að fara um stígana á forsendum gangandi og ekki gera ráð fyrir að geta verið yfir meðalhraða gangandi. Reykjavíkurborg sér ástæðu til að ítreka þessi lög í tilkynningu á vefsíðu sinni, en þar kemur einnig fram að lína sem má enn finna á sumum blönduðum stígum gildir ekki lengur.

Stígakerfi borgarinnar samanstendur af þrenns konar stígum auk hefðbundinna gangstétta, það er gangstígum, hjólreiðastígum og sameiginlegum gang- og hjólreiðastígum.

Lína á stíg gildir ekki lengur

Fyrir þó nokkrum árum var gerð tilraun til að skipta gangandi og hjólandi umferð með línu á stíg. Langt er síðan þessi regla var afnumin og eru það skiltin við stígana sem sýna um hvernig stíg er að ræða. Sums staðar var línan fræst í burtu en annars staðar hefur hún verið látin eyðast með tímanum, segir í tilkynningu borgarinnar. Hana má enn sjá greinilega víða um borgina og veldur stundum ruglingi fyrir gangandi og hjólandi, enda er mismunandi hvort hún sé hægra eða vinstra megin á stígnum.

Í tilkynningu borgarinnar segir að hjólandi beri skylda samkvæmt lögum að víkja fyrir gangandi á blönduðum stíg. Þá skiptir engu hvar gangandi staðsetur sig á stígnum. Sé pláss svo takmarkað á stígum að hjólreiðamaður komist ekki fram hjá skal hann ávallt á vinsamlegan hátt, með bjöllu eða léttu kalli, láta vita af sér og gefa fólki tækifæri til að stíga til hliðar ef þarf.

Þá segir jafnframt að enginn hjólreiðamaður eigi að gera ráð fyrir því að geta ferðast um stíga, ætlaða gangandi, á meiri meðalhraða en sem nemur gönguhraða.

Þegar hjólaumferð er blönduð á stígum og sérstakur hjólastígur er ekki til staðar er öll umferð á forsendum gangandi. Við þær aðstæður ber hjólum að víkja. Þar sem skilti eru uppi sem sýna línu á milli gangandi og hjólandi eru gangandi og hjólandi vegfarendur aðskildir. Þessi skilti eru aðeins sett upp í dag í þeim tilvikum sem fullur aðskilnaður á milli ferðamáta er til staðar.

Bendir borgin á að þótt hægri reglan gildi á hjólastígum sé engin sérstök regla sem gildi um umferð blönduðum stígum. „Samkvæmt hefðum er þó gott að halda sig hægra megin til að umferð gangi betur fyrir sig.“

Í tilkynningunni er svo rifjuð upp sagan á bak við línurnar á blönduðu stígunum.

„Þegar hjólamenningin hófst í Reykjavík var ákveðið að skipta þessum hefðbundnu þriggja metra breiðu stígum á milli gangandi og hjólandi með málaðri línu, (2+1 leiðinni) þar sem gangandi fengu tvo metra og hjól einn metra.  Með verulegri fjölgun hjólandi og gangandi er orðið ljóst að plássið á stígunum dugar ekki lengur.

Þessi lína á blönduðum stígum var á sínum tíma leið borgaryfirvalda til að gefa báðum ferðamátum sér pláss á stígunum. Sú lausn er ekki lengur við hæfi þar umferð gangandi og hjólandi hefur aukist mjög mikið síðasta áratug. Það pláss sem er á sameiginlegum stígum dugar því ekki lengur til að skilja að þessa tvo ferðamáta.“

Sumir stíga eru sérstaklega gerðir fyrir hjólandi umferð. Þar gildir …
Sumir stíga eru sérstaklega gerðir fyrir hjólandi umferð. Þar gildir hægri reglan. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert