Salerni af nýrri tegund sett upp víða í borginni

Fyrsta nýja salernið verður bráðlega sett upp á Mógilsá við …
Fyrsta nýja salernið verður bráðlega sett upp á Mógilsá við Esjurætur. Ljósmynd/Jón Halldór Jónasson

Reykjavíkurborg hyggst á næstunni setja upp nýja tegund af almenningsalernum á völdum stöðum í borginni. Fyrstu salernin verða sett upp á Mógilsá við Esjurætur á næstunni, en þar lauk nýlega jarðvegs- og lagnavinnu.

Um síðustu áramót féll úr gildi samningur við rekstraraðila á almenningssalernum í miðborg Reykjavíkur og var ekki heimilt samkvæmt innkaupareglum að framlengja hann, samkvæmt upplýsingum Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Eftir áramót varð úr að Reykjavíkurborg keypti búnað og salernisturna af rekstraraðila til að geta boðið þjónustuna áfram. Í dag rekur borgin sjálfvirk almenningssalerni (salernisturna) á nokkrum stöðum í miðborginni og eru þau opin almenningi að kostnaðarlausu allan sólarhringinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »