Tafsamt verk en gengur vel

Einn kafaranna sjö kemur upp eftir að hafa kafað að …
Einn kafaranna sjö kemur upp eftir að hafa kafað að El Grillo. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa síðan á föstudag unnið við undirbúning að steypuvinnu á flaki El Grillo á 32 metra dýpi á botni Seyðisfjarðar.

Við skoðun í fyrrahaust kom í ljós töluverður svartolíuleki úr mannopi, sem liggur ofan í einn af olíutönkum skipsins. Fyrirhugað er að steypa fyrir opið og veitti ríkisstjórnin 38 milljónir til þess að koma í veg fyrir þessa mengun.

Að sögn Sigurðar Ásgrímssonar, yfirmanns séraðgerða hjá Landhelgisgæslunni, gengur verkið ágætlega, þótt það geti verið tafsamt. Varðskipið Þór fór frá Reykjavík á miðvikudag í síðustu viku með mannskap og búnað. Vinna hófst á föstudag og taka sjö kafarar þátt í vinnunni í flakinu. Fram til þessa hefur verið unnið að undirbúningi eins og að skera rör og lagnir í burtu og hreinsa set af dekki skipsins, en það er orðið um fet á þykkt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert