Fleiri telja sig hafa fengið COVID-19

Rúmlega 19,6% segjast hafa breytt venjum sínum mjög mikið til …
Rúmlega 19,6% segjast hafa breytt venjum sínum mjög mikið til að forðast smit, en þegar mest lét sögðust 40% hafa gert það. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega 11% þeirra sem tóku afstöðu í Þjóðarpúlsi Gallup 8. - 14. maí telja sig hafa verið með einkenni sem passa við COVID-19.

Aldrei hafa fleiri talið sig hafa verið með einkennin síðan Gallup fór að spyrja um kórónuveirufaraldurinn í Þjóðarpúlsinum 13. mars. Þá telja rúmlega 16,2% að einhver nákominn þeim hafi verið með einkenni sem passa við COVID-19, og er það einnig talsvert hærra hlutfall en áður hefur verið.

Enn fækkar þeim sem óttast mjög eða frekar mikið að smitast af COVID-19 og færri hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Þeim fækkar einnig sem hafa mjög miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins, og hefur hlutfallið, 25%, ekki verið lægra síðan í upphafi.

Rúmlega 19,6% segjast hafa breytt venjum sínum mjög mikið til að forðast smit, en þegar mest lét sögðust 40% hafa gert það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert