Gæddu sér á götubita á hjólum

Ungir sem aldnir gæddu sér á götubita í Garðabæ í …
Ungir sem aldnir gæddu sér á götubita í Garðabæ í kvöld. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa varla farið varhug af nokkrum fjölda matarvagna sem ferðast á milli hverfa og selja gestum og gangandi mat og hafa gert undanfarna daga og vikur.

Um er að ræða framtakið Götubiti á hjólum, sem gripið var til vegna samkomutakmarkana í kórónuveirufaraldri, en þar geta matargestir verslað við mismunandi matarvagna, ýmist í gegnum bílalúgu eða venjulega lúgu, allt eftir aðstæðum.

Matarvagnarnir voru í Garðabæ í kvöld og létu viðtökur bæjarbúa og annarra ekki á sér standa í góða veðrinu. Ljósmyndari mbl.is renndi við og fangaði stemninguna.

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert