Neyðarástand í Skálholtskirkju

Skálholtskirkja.
Skálholtskirkja.

Neyðarástand skapaðist fyrir stuttu þegar mikill vatnsleki varð í turni Skálholtsdómkirkju.

Þannig lýsir Kristján Björnson víslubiskup atvikinu á vefsíðunni skalholt.is. Í framhaldi af þessum atburðum hafði vefsíðan kirkjan.is samband við vígslubiskupinn og spurði hann nánar út í málið.

Inni í turninum liggja þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og safnaðist þar vatn fyrir sem lak ofan næstu hæðir turnsins, segir biskup.

Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert