Skapar 16-18 ný störf á Vestfjörðum

mbl.is/Helgi Bjarnason

Fiskvinnslan Oddi hf. á Patreksfirði hefur ákveðið að hefja vinnslu á laxi sem framleiddur er í nærumhverfi félagsins á Vestfjörðum af Arnarlaxi og Arctic fish. Gert er ráð fyrir að verkefnið skapi 16 til 18 heilsársstörf.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Odda að fyrirtækið hefur fjárfest í vinnslulínu frá Marel sem nú er verið að stilla og hefja prófanir fyrir fullunnar laxaafurðir þar sem lögð er áhersla á bestu mögulegu nýtingu á hráefninu.

Samkvæmt áætlunum munu fyrst um sinn vera unnin 2.500 til 3.000 tonn af laxi í vinnslu Odda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert