Viðhaldið hverfur ekki

Atlantshafsbandalagið framkvæmir æfingu í Keflavík. Viðhalds er þörf á öryggissvæðinu …
Atlantshafsbandalagið framkvæmir æfingu í Keflavík. Viðhalds er þörf á öryggissvæðinu á Suðurnesjum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta mál náði ekki fram að ganga að þessu sinni. Ég fagna umræðu um þessi mál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, spurður um afstöðu VG til framkvæmda Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Suðurnesjum.

Hann tekur fram að viðhaldsþörf á svæðinu hverfi ekki þó ekki hafi orðið af framkvæmdum nú, en eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni stóðu Vinstri græn í vegi fyrir 12-18 milljarða króna framkvæmdum á svæðinu. Þær hefðu skapað hundruð starfa en lítils mótframlags var krafist af hálfu íslenska ríkisins.

Að sögn Guðlaugs hefði með þessu verið hægt að bregðast að hluta við miklu atvinnuleysi á svæðinu, en samkvæmt nýjustu tölum var skráð atvinnuleysi í Reykjanesbæ um 28% í lok apríl.

„Þetta var ákveðið átak sem ég lagði fram, en þetta var svo sem ekki eina hugmyndin sem ekki náði fram að ganga. Ráðuneytin lögðu öll til tillögur að innviðauppbyggingu, en á þessu stigi varð ekkert af mínum hugmyndum. Það er í raun ekkert annað um það að segja,“ segir Guðlaugur,“ segir Guðlaugur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »