Allir farnir heim úr Karphúsinu

Framhald kjaraviðræðna samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair verður ákveðið í …
Framhald kjaraviðræðna samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair verður ákveðið í fyrramálið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óformlegum vinnufundum samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair er lokið í bili og allir farnir heim úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundirnir hófust klukkan ellefu í gærmorgun, á sunnudag.

Formlegur sáttafundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður en staðan verður tekin í fyrramálið og framhaldið ákveðið þá. Þetta segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. 

Síðasti formlegi sáttafundur fór fram miðvikudaginn 13. maí, í síðustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert