Kviknaði í vélarhlutum og heyi í Aðaldal

Slökkviliðin á Húsavík og í Þingeyjarsveit voru kölluð að bænum …
Slökkviliðin á Húsavík og í Þingeyjarsveit voru kölluð að bænum Kili í Aðaldal síðdegis. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Slökkvilið í Þingeyjarsveit og á Húsavík voru kölluð út að bænum Kili í Aðaldal á sjötta tímanum þar sem eldur kom upp í vélarhlutum og heyi við hlöðu og vélaskemmu á bænum. 

Eldurinn náði ekki að breiðast út í íbúðar- eða útihús og vel gekk að ráða niðurlögum hans að sögn Gríms Kárasonar, slökkviliðsstjóra á Húsavík. Slökkvistarfi lauk um klukkan 18:30. 

„Þetta er takmarkað tjón,“ segir Grímur. Einn ábúandi er á jörðinni en hann var ekki í hættu. Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu. „Það er sjóðandi heitt og sól hérna og ég veit ekki hvort það kviknaði hreinlega í út frá sinu, það er ekki útilokað,“ segir Grímur. 

Hafþór Hreiðarsson, fréttaritari Morgunblaðsins og mbl.is á Húsavík, tók meðfylgjandi myndir frá slökkvistarfinu undir kvöld.

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Ekki er útilokað að kviknað hafi í út frá sinu.
Ekki er útilokað að kviknað hafi í út frá sinu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is