Lækkanir skili sér of hægt

Árni segir að bráðum ætti að gefast ráðrúm fyrir atvinnulíf …
Árni segir að bráðum ætti að gefast ráðrúm fyrir atvinnulíf og stjórnvöld til að líta inn á við, ræða málin og móta heildstæða atvinnustefnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Koma verða fram aðgerðaáætlanir frá Seðlabanknum til að bregðast við því hversu hægt stýrivaxtalækkanir skila sér til einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Þetta segir Árni Sigurjónsson, nýkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku hafa vaxtakjör íslensku viðskiptabankanna ekki þróast í takt við vaxtalækkanir Seðlabankans.

Að sögn Árna er áhyggjuefni að stýrivaxtalækkanir skili sér ekki betur til almennings en raun ber vitni. „Það er mikið hagsmunamál fyrir landsmenn alla að bankakerfið sé skilvirkt og ákvarðanir Seðlabankans skili sér alla leið,“ segir Árni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert