Mælt við miðju lands

Mikil snjókoma norðanlands hefur ekki skilað sér á Hofsjökul, segir …
Mikil snjókoma norðanlands hefur ekki skilað sér á Hofsjökul, segir Þorsteinn Þorsteinsson sem fór í leiðangur þangað á dögunum. mbl.is/Sigurður Bogi

Snjóþykkt á Hofsjökli eftir nýliðinn vetur er talsvert undir meðallagi, skv. niðurstöðum mælinga vísindamanna Veðurstofu Íslands. Jökullinn nær yfir 1.150 m hæðarbil og er snjósöfnun mest í efstu hjöllum.

Í 800 m hæð er snjóþykkt við vetrarlok oftast 1–2 metrar en meðaltalið á hábungu jökulsins í tæplega 1.800 m hæð er 6,5 metrar. Að þessu sinni mældist snjóþykktin þar 5,7 m, sem er talsvert undir meðallagi, að því er Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Að jafnaði mældist þykkt vetrarsnævar á Hofsjökli nú um 90% af meðaltali síðasta áratugar. Hin mikla snjókoma á norðanverðu landinu á liðnum vetri virðist því ekki hafa skilað sér í aukinni ákomu á Hofsjökul“ segir Þorsteinn Þorsteinsson sem fór í leiðangur á Hofsjökul á dögunum með þeim Bergi Einarssyni jarðeðlisfræðingi og Hrafnhildi Hannesdóttur jöklafræðingi.

Jökuljaðarinn hörfar um 50 metra á ári

Vetrarákoma á Hofsjökul var nú mæld 33. árið í röð en mælingaferð á jökulinn var fyrst farin árið 1988 og árlega síðan. Notast var við hefðbundnar aðferðir til að mæla vetrarsnjó. Borað er í gegnum vetrarlagið í 20 punktum og alltaf þeim sömu. Snjóalög reyndust meiri sunnan jökuls en norðan. Snjórinn var við jökulinn norðanverðan. Þar eru svonefndir Illviðrahnjúkar, um 800 metra háir, og teljast þeir vera á sjálfri miðju Íslands - skv. mælingum Landmælinga Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert